Um Investis fyrirtækjaráðgjöf

Investis er fyrirtækjaráðgjöf sem byggir þjónustu sína á langri stjórnunarreynslu, verkfræði- og viðskiptamenntun og þekkingu ráðgjafa fyrirtækisins.

Við veitum persónulega og faglega þjónustu. Markmið okkar er að aðstoða umbjóðendur til að ná hámarks árangri í rekstri, fjármögnun, kaupum og sölu fyrirtækja.

Við veitum ráðgjöf við efnahagslega stefnumarkandi ákvarðanir við kaup, sölu og sameiningu á fyrirtækjum og rekstrareiningum. Sérgrein okkar er greining og verðmat fyrirtækja og gerð fjárfestakynninga auk umsjónar með sölu og kaupum fyrirtækja.

Frá árinu 2006 höfum við hjá Investis miðlað yfir 200 fyrirtækjum og rekstrareiningum. Auk þess höfum við tekið að okkur fjölda ráðgjafarverkefna sem tengjast meðal annars öflun hlutafjár, fjármögnun verkefna, gerð viðskiptaáætlana og fleira. Félagið hefur hefur einnig aðstoðað við rekstrarlega endurskipulagningu og viðsnúning í rekstri fyrirtækja.

Þjónusta Investis byggir meðal annars á öflugu tengslaneti í viðskiptalífinu. Investis er með að jafnaði 40-60 fyrirtæki í söluferli og fjölda fjárfesta sem eru að leita að fyrirtækjum til kaups.

Investis er auk þess með um 700 fjárfesta á skrá sem fá reglulega upplýsingar um fjárfestingartækifæri og fyrirtæki á söluskrá okkar.

 

Góð reynsla og sérþekking hjá Investis.
Starfsmenn Investis hafa áratuga reynslu af stjórnun fyrirtækja, ráðgjöf og miðlun þekkingar á sviði stjórnunar.

Haukur Þór Hauksson er eigandi og stofnandi félagsins en hann er rekstrarhagfræðingur/MBA frá Háskóla Íslands. Haukur er sérfræðingur í verðmati og sölu fyrirtækja, gerð viðskiptaáætlana og fjármögnunarráðgjöf.

Haukur hefur á síðustu 16 árum stýrt samningaviðræðum um kaup og sölu á fjölda fyrirtækja og rekstrareininga.

Steinn Haukur Hauksson gekk til lið við félagið árið 2020 en hann er viðskiptafræðingur að mennt frá Háskóla Íslands. Steinn Haukur er sérfræðingur í verðmati og sölu fyrirtækja.

Thomas Möller gekk til liðs við félagið í ársbyrjun 2018. Hann er hagverkfræðingur að mennt og með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

Thomas hefur unnið við stjórnun og stjórnarsetu hjá fyrirtækjum eins og Eimskip, Símanum, Reitum, Olís, Rekstrarvörum, Aalborg Portland og Rými Ofnasmiðjunni sem meðeigandi. Thomas er sérfræðingur í greiningu, verðmati og sölu fyrirtækja, rekstrarstjórnun og verkefnastjórnun.

 

Investis fyrirtækjaráðgjöf er staðsett að Lágmúli 5, 6 hæð.