Höfum í söluferli lítið íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á heilsudrykkjum með með margvíslega jákvæða eiginleika og virkni. Fyrirtækið er starfrækt í eigin húsnæði sem annar mun meiri framleiðslu.
Ferðabílaleiga
Við vinnum að sölu á ferðabílaleigu sem hefur yfir að ráða um 50 bílum með svefnrými. Mjög gott tækifæri fyrir þá sem vilja hasla sér völl í ferðaþjónustu og vera tilbúnir þegar sú grein tekur við sér á ný. Mjög gott markaðsstarf hefur verið unnið sem nýtist til framtíðar.
Áhugavert tækifæri.
Við vinnum að sölu á mjög áhugaverðum veitingastað við Suðurlandsbrautina í Reykjavík. Veitingastaðurinn er með Mexíkönsku þema og hefur verið starfræktur um langt skeið og nýtur mikilla vinsælda. Staðurinn er í rúmgóðu húsnæði og gefur mikla möguleika. Góð afkoma. Mjög gott tækifæri fyrir góða veitingamenn.
Arðbær skyndibiti.
Einn vinsælasti og best búni skyndibitastaður Suðurnesja er til sölu. Fyrirtækið er rekið í eigin húsnæði og er með alhliða veitingasölu með eina best búnu og söluhæstu ísbúð á landinu. Staðurinn býður að auki pizzur, pylsur, lokur, fiskrétti og hamborgara. Á staðnum er stór nammibar, lottóvél og spilasalur Íslandsspila. Bílalúgur og útisvæði eru vinsælir og endurnýjuð nýlega. Eldhústæki og innréttingar sem notað er við reksturinn hafa verið endurnýjuð mikið, þannig að endurnýjunarþörf er lítil. Nýlega var afgreiðslu- og veitingasvæði endurnýjað með ryðfríustáli og öðrum gæðaefnum. Komið var fyrir endurnýjuðum tækjabúnaði í sal og í eldhúsi. Gólf, veggir og loft voru endurnýjuð auk þess að rafkerfi veitingahlutans var endurnýjað með nýjustu tækni. Staðurinn hefur skilað góðum hagnaði ár eftir ár. Mjög gott tækifæri í atvinnurekstri.
Áhugavert iðn og þjónustufyrirtæki.
Fyrirtækið sérhæfir sig í yfirborðsmeðferð á málmi og þjónar fjölda viðskiptavina. Velta félagsins er milli 130 og 150 milljónir og hefur félagið verið að skila 20 til 30 milljónum í ebitda framlegð. Félagið er rekið í leiguhúsnæði. Stöðugur og góður rekstur.
Sérhæft innflutningsfyrirtæki með tæki fyrir bændur og verktaka.
Við vinnum að sölu á sérhæfðu innflutningsfyrirtæki á sviði tækja og búnaðar fyrir bændur og verktaka. Fyrirtækið hefur verið í miklum vexti. Velta 2018 tæpar 300 milljónir, ebitda 23 milljónir.
Gistiþjónusta í Skaftártungu.
Við vinnum að sölu á mjög öflugu gisthúsi í Skaftártungu, góð nýting og afkoma. Gistirými fyrir um 30 manns, velta um 70 milljónir, góð afkoma.
Gjafavöruverslun
Við vinnum að sölu á góðir gjafavöruverslun í Smáralind, verslunin hefur verið starfrækt í áratugi, ágætis hagnaður og góð viðskiptasambönd.
Öflug ferðaþjónusta á Selfossi
Við vinnum að sölu á félagi sem rekur öfluga ferðaþjónustu á Selfossi á sviði gistingar. Fyrirtækið veltir um 100 milljónum og er ebitda framlegð um 24 milljónir. Hægt er að efla reksturinn með aukinni nýtingu auk þess sem byggingarleyfi er fyrir fleiri gistieiningum.Gríðarlega spennandi tækifæri á vaxandi ferðamarkaði.