Rótgróið framleiðslufyrirtæki

Til sölu rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir og selur stimpla, skilti, vörumerki og filmur fyrir fjölbýlishús, fyrirtæki og einstaklinga. Fyrirtækið er með þekkt vörumerki, sterka markaðsstöðu og marga fasta stóra viðskiptavini.

Sérstaða fyrirtækisins felst í einkaumboði á vel þekktu vörumerki í stimplum og yfir 80% markaðshlutdeild, auk þess sem það framleiðir innbrennd (síluð) álskilti með yfir 20 ára endingu.