Töluverð eftirspurn er eftir fyrirtækjum á verðbilinu 50 til 200 milljónir. Mest er spurt eftir fyrirtækjum í heildsölu, innflutningi, veitingahúsum, ferðaþjónustufyrirtækjum, auk þess er eftirspurn eftir fyrirtækjum í sjávarútvegi. Hafðu samband ef þú hefur áhuga á að skoða sölu á þínu fyrirtæki.
!!!
Investis ehf. var stofnað árið 2006 við erum sérfræðingar í sölum, kaupum og sameiningum á fyrirtækjum og rekstrareiningum. Vefsetur okkar eru www.investis.is og www.fyrirtaekjakaup.is
Við höfum annast sölur á yfir annað hundrað fyrirtæki að ýmsum stærðargráðum. Sala á fyrirtækjum og rekstrareiningum krefst sérfræðinþekkingar sem lýtur að fjármálafræði og hagfræði. Þekking okkar og tengslanet í íslensku atvinnulífi nýtist viðskiptavinum okkar þegar kemur að sölu á þínu fyrirtæki.
Sala á fyrirtækjum ( M&A mergers and acquisitions ) er stór atvinnugrein sem lýtur að því að selja, kaupa og sameina fyrirtækja. Í samrunum og yfirtökum felast of mikil viðskiptatækifæri með lægri tilkostnaði og hagræðingu í rekstir fyrirtækja, sem gerir fyrirtæki samkeppnisfærari og arðsamari.
Fyrirtækjasala og fyrirtækjaráðgjöf er ekki stór atvinnugrein á Íslandi og er sinnt af nokkrum fyrirtækjum eins og Investis en bankar og sparisjóðir annast líka sölu fyrirtækja og sameiningar fyrirtækja.
Aðalráðgjafi okkar er Haukur Þór Hauksson rekstrarhagfræðingur hann hefur leitt í höfn fjölda samninga um kaup fyrirtækja, sölu fyrirtækja og sameiningar fyrirtækja. Aðal lögfræðingur okkar er Ingvi Hrafn Óskarsson HDL sem annast alla skjalagerð samninga okkar. Fyrirtækjaráðgöf okkar tekur einnig að sér að verðmeta fyrirtæki við t.d. kynslóðaskipt eða vegna lokaðra viðskipta fjölskyldufyrirtækja.
Fyrirtækjakaup og tengd starfsemi