Besta ísbúðin í Reykjavík ( samkvæmt Grapvine )

Gríðarlega vinsæl ísbúð í Reykjavík til sölu.

Ísgerðin og ísbúðin eru staðsett á mjög góðum staði í Reykjavík og var opnuð í maí 2017. Fyrirtækið  sérhæfir sig í framleiðslu á handverks ís sem gerður er frá grunni með bestu vörum sem völ er á.  Alltaf er valið lífrænt ef hægt er og notuð lífræn mjólk frá Bíó Bú Ísgerðina velur lífræn hráefni við framleiðslu á öllum öðrum vörum sem framleiddar eru hjá, þ.m.t. á sósum, toppings og smákökum. Framleidddur er ís eftir ítalskri aðferð, gelato eða kúluís. Í ísborðinu  eru alltaf 16 mismunandi tegundir af ís og er alltaf nokkrir nýir ísar í hverjum mánuði sem líta dagsins ljós.

Hjá félaginu starfa um 20 manns við afgreiðslu í vaktavinnu og um 2 í framleiðslu.

Fasteingin sem hýsir starfsemina er einnig til sölu.